Interlingual var stofnað árið 2015 og rekstraraðili er Róbert Sigurðarson. Hvað menntun og reynslu varðar, er Róbert með BA gráðu í spænskum fræðum frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa verið við nám um tíma á Spáni. Þeir sem búa yfir kunnáttu í spænsku geta gluggað í BA ritgerðina með því að smella hér, en hún fjallar um þáttöku Íslendinga í spænsku borgarastyrjöldinni sem stóð yfir frá árinu 1936 til 1939. Áhugavert er að nefna að ritgerðin var notuð sem heimild af Macià Riutort i Riutort í lokakafla spænsku bókarinnar Las Brigadas Internacionales: nuevas perspectivas en la historia de la Guerra Civil y del exilio, sem kom út í Tarragona árið 2015. Þá er Róbert einnig með meistaragráðu í þýðingafræðum frá Háskóla Íslands, þar sem lokaverkefnið fólst í íslenskri þýðingu á völdum köflum spænsku skáldsögunnar El árbol de la ciencia eftir Pío Baroja, sem kom fyrst út árið 1911, og fékk titilinn Skilningstréð.

Myndin sem birtist efst hér á síðunni er af brúnni milli heimsálfa á Reykjanesi. Brú þessi er táknræn og er á milli Evrasíu og N-Ameríku flekanna sem rekur í sundur. Oft hefur starfi túlka og þýðenda verið líkt við brúarsmíði. Þá er ekki aðeins átt við að brúa bilið á milli tungumála, heldur einnig menningarheima.