* Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr Skýrslu um túlkaþjónustu til innflytjenda, sem var gefin út af Velferðarráðuneytinu árið 2011:

Hvað er túlkur?

Túlkur er fagaðili sem hefur vald á a.m.k. tveimur tungumálum og menningunni að baki þeim- og sem er fær um að nota þá vitneskju til að túlka skilaboð á réttan og siðferðilegan hátt milli tveggja einstaklinga semekki eiga sameiginlegt tungumál.

Hlutverk túlka

Faglegur túlkur fær samtal til að ganga fyrst og fremst með því að hafa eftirfarandi atriði á valdi sínu:

• Tungumálafærni – þ.e.a.s. að hafa vald á hugtakanotkun á viðkomandi sviði og blæbrigðum íslensku og hins erlenda tungumáls.

• Túlkunartækni og siðferðilega færni, þ.e.a.s. hafa samtalstæknina á valdi sínu, þekkja og skilja þagnarskyldu og reglur um hæfi og hlutleysi.

• Menningarfærni, þ.e.a.s. hafa innsýn í menninguna að baki því tungumáli sem túlkað er á/af.

• Persónulega eiginleika, t.d. ábyrgðartilfinningu, tilfinningu fyrir aðstæð
um og umburðarlyndi.

• Faglega þekkingu, þ.e.a.s. þekkingu á því sviði sem túlkað er á, t.d. félagsþjónustu eða
heilbrigðissviði.

• Túlkur er meðábyrgur fyrir því að samræma skilning milli hans og stjórnvalds á hlutverki túlksins og starfi í tengslum við fyrirliggjandi túlkaverkefni. Það geti t.d. snúist um eftir hvaða túlkunarformi sé óskað og eigi helst við. Túlkurinn ber ábyrgðina á því að meta hvort hann/hún hafi nægilega færni í tungumálinu, (hvort túlkurinn og viðmælandinn tali t.d. sama tungumál/mállýsku) og nægilega faglega færni (t.d. hvort túlkurinn þekki hugtökin á viðkomandi fagsviði eða hvort hann ráði við að túlka í sérlega erfiðum tilvikum þar sem reyni á hann bæði félagslega og andlega). Túlkurinn er ekki vél og túlkun fjallar ekki aðeins um að taka á móti upplýsingum og skilaboðum frá einum aðila og breyta þeim í upplýsingar og skilaboð á öðrutungumáli til annars aðila. Túlkun er ekki bara að tala tungumál held
ur einnig samspil milli manneskja í mjög hreyfanlegri (dynamisk) stöðu, þar sem tilfinningar, hagsmunir, venjur, rök, og að sjálfsögðu hættan á misskilningi, spilar stórt hlutverk.

Um þagnarskyldu túlka

Krafan um þagnarskyldu á við um alla sem vinni með málefni einstaklinga- jafnt túlka sem aðra. Í tilviki túlksins þýðir það að hann má ekki tala við neinn um neitt af því sem fram kom við túlkunina og að þagnarskyldan á að meginreglu við allt það sem aðilar segja í viðtalinu sem túlkað er. Þagnarskyldan gildir ekki aðeins um munnleg samskipti heldur einnig það sem lagt er fram, t.d. skjöl sem túlkurinn þarf að þýða. Ef túlkurinn punktar niður minnisatriði við túlkunina á að sjá til þess að þau verði eyðilögð við lok túlkunar.